spot_img
HomeFréttirMyndir: Ný og gömul andlit á Valsmótinu

Myndir: Ný og gömul andlit á Valsmótinu

{mosimage}

Sveinn Blöndal er með Skallagrími í vetur, lék síðast með Ármanni/Þrótti, þar áður
með KR og KFÍ.  Hann lék einmitt síðast í úrvalsdeildinni 2000-2001 með KFÍ, var þá
með 17,8 stig og 8,6 fráköst að meðaltali.

Á Valsmótinu gaf að líta gömul andlit og ný, þ.e.a.s að töluverðar hræringar hafa verið á leikmannamarkaðinum. Ungir sem aldnir ætla að láta að sér kveða og spennan magnast nú fyrir baráttuna í Iceland Express deildinni. Gunnar Freyr Steinsson var með myndavélina á lofti í Valsmótinu og smellti af þessum mynum af þeim sem hafa verið að færa sig til í sumar.

{mosimage}

Ari Gunnarssn lék lengi með Skallagrími, er nú kominn til Hamars/Selfsso.

{mosimage}

Bojan Bojovic lék með Haukum eftir áramót á síðasta tímabili, leikur nú með H/S.

{mosimage}

Guðni H. Valentínusson er kominn í Snæfell frá Fjölni.

{mosimage}

Keith Vassel er kominn aftur til landsins, lék lengst af með KR, eitthvað örlítið
með Hamri, en er nú spilandi þjálfari hjá Fjölni.

{mosimage}

Kevin Smith er til reynslu hjá Haukum.

{mosimage}

Lárus Jónsson er kominn aftur til Hamars eftir að hafa leikið með KR og Fjölni
undanfarin tvö ár.

{mosimage}

Patrick Oliver er nýr leikmaður Fjölnis. 

{mosimage}

Ragnar Gylfason kom til Fjölnis fyrir tímabilið frá FSu.

{mosimage}

Roni Leimu er nýr leikmaður Hauka, kemur frá Finnlandi.

{mosimage}

Sigurður Þorvaldsson er kominn aftur til Snæfells eftir ársdvöl í Hollandi. 

{mosimage}

Steinar Arason er kominn aftur á heimaslóðir í ÍR, en hann lék áður með Grindavík og
Skallagrími.

{mosimage}

{mosimage}

Myndir: Gunnar Freyr Steinsson – [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -