spot_img
HomeFréttirMyndir: Körfuboltabúðir Kristófers og Matthíasar fóru fram um helgina

Myndir: Körfuboltabúðir Kristófers og Matthíasar fóru fram um helgina

Um helgina fóru fram körfuboltabúðir í DHL – höllinni í vesturbænum. Forsprakkar voru landsliðsmennirnir Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox. Búðirnar voru fyrir körfuboltaiðkenndur á aldrinum 10-16 ára og voru búðirnar vel sóttar. 

 

Að sögn þeirra Matthíasar og Kristófers gengu búðirnar mjög vel og ánægja hjá þáttakendum og þjálfurum hvernig tókst til. Gestaþjálfarar mættu um helgina þar sem þeir ræddu við þátttakendur um hluti í kringum körfuboltann. Að sögn Matthíasar var hugmyndin að unglingarnir fengju að litla fyrirlestra sem væru ekki klassískir heldur eitthvað úr reynsluheimi körfuboltamanna. 

 

Gestirnir voru Martin Hermannsson leikmaður Champagne Châlons-Reims Basket í Frakklandi, Darri Freyr Atlason þjálfari meistaraflokks Vals og Björn Kristjánsson leikmaður KR. Heimsóknirnar vöktu mikla kátínu, þátttakendur spurðu gesti spjörunum út og lærðu helling. 

 

Þeir Matthías og Kristófer eru báðir að undirbúa sig fyrir landsliðsverkefnin framundan en báðir eru þeir í 24. manna hóp fyrir Eurobasket. Aðspurðir um hvort framhald yrði á þessum körfuboltabúðum sögðu þeir það óljóst en voru sammála um að ánægjulegt væri að sjá unga iðkenndur nýta sumarið til æfinga. 

 

Ljósmyndari Karfan.is leit við á sunnudagsæfingu þar sem allt var lagt í sölurnar og metnaðurinn lak af þátttakendum og þjálfurum. Myndasafn frá æfingunni má finna hér að neðan: 

 

 

Myndasafn frá æfingu dagsins

 

 

Fréttir
- Auglýsing -