Áróðursmeistari þeirra Grindvíkinga heitir Egill Birgisson og hefur honum jafnan tekist vel til við myndbandagerð og kvöldið í gær var engin undantekning. Fyrir viðureign Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum Domino´s deildar karla í gærkvöldi frumsýndi Egill nýtt myndband sem var virkilega flott hjá kappa og stuðningsmönnum líkaði vel enda var stúkan gul og lét vel í sér heyra í kjölfarið. Sjá myndbandið hér að neðan:



