Zachary Jamrco Warren gerði magnaða lokakörfu ÍA í 1. deildarslag liðsins gegn KFÍ um helgina. Skagamenn unnu leikinn 79-78 eftir vægast sagt dræman fyrri hálfleik. Í þeim síðari hertu heimamenn á Akranesi róðurinn og stálu sigrinum í lokasókninni.
Sigurkarfa ÍA gegn KFÍ
Eftir sigurinn um helgina eru Skagamenn í 4. sæti 1. deildar með 16 stig og ef blásið yrði til úrslitakeppninnar í dag myndu FSu og Valur mætast í fyrstu umferð og svo Hamar og ÍA.



