Ísland hefur nú leikið þrjá leiki á lokamóti EuroBasket 2025. Eftir eru tveir leikir. Gegn Slóveníu á morgun þriðjudag og svo lýkur riðlakeppni mótsins á fimmtudag þegar Ísland mætir liði Frakklands.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Íslands er mættur til Póllands og söfnuðust þeir saman í miðbæ borgarinnar til þess að stilla saman strengi sína fyrir fyrsta leikinn gegn Ísrael. Karfan nýtti tækifærið og fékk nokkra álitsgjafa til að svara nokkrum spurningum.
Vantar einhvern í liðið, sem þú vildir sjá?
Álitsgjafar:
Stefán Þór Borgþórsson, Heiðar Snær Magnússon, Thelma Dís Ágústsdóttir, Guðmundur Bragason, Ívar Ásgrímsson, Mikael Máni Hrafnsson, Hrafn Kristjánsson, Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Henrý Birgir Gunnarsson.



