Ísland hóf leik í dag á lokamóti EuroBasket 2025 með leik gegn Ísrael. Næst leikur liðið svo tvo leiki um helgina og svo eru leikir á þriðjudag og fimmtudag í næstu viku.
Mikill fjöldi stuðningsmanna Íslands er mættur til Póllands og söfnuðust þeir saman í miðbæ borgarinnar í morgun til þess að stilla saman strengi sína fyrir leik dagsins. Karfan nýtti tækifærið og fékk nokkra álitsgjafa til að svara nokkrum spurningum.
Fyrsta spurningin var hver er þinn uppáhalds leikmaður allra tíma í íslenska landsliðinu?
Álitsgjafar:
Stefán Þór Borgþórsson, Heiðar Snær Magnússon, Thelma Dís Ágústsdóttir, Guðmundur Bragason, Ívar Ásgrímsson, Mikael Máni Hrafnsson, Hrafn Kristjánsson, Eyjólfur Ásberg Halldórsson og Henrý Birgir Gunnarsson.



