spot_img
HomeFréttirMyndband: Þórir varði lokatilraun Hawkeyes

Myndband: Þórir varði lokatilraun Hawkeyes

Lið Þóris Þorbjarnarsonar í bandaríska háskólaboltanum, Nebraska Huskers, lagði lið Iowa Hawkeyes í gær í lokaleik tímabilsins, 93-91, eftir framlengdan leik. Huskers enduðu tímabil sitt með 16 sigurleiki og 15 töp. Munu þeir á miðvikudag keppa í úrslitakeppni Big Ten deildarinnar, en þar munu þeir spila við Rutgers Scarlet Knights, þar sem að Huskers eru þrettánda sætið, en Scarlet Knights úr því tóifta.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur næturinnar nokkuð spennandi. Unnu Huskers niður 16 stiga seinni hálfleiks forystu Hawkeyes og skoruðu í heildina heil 16 stig á síðustu 47 sekúndum venjulegs leiktíma.

Þórir átti flottan leik fyrir sína menn. Á 17 mínútum spiluðum skoraði hann 4 stig, gaf 3 stoðsendingar, varði 2 skot og stal einum bolta. Eitt þeirra skota sem hann varði má sjá hér fyrir neðan, en það kom í veg fyrir að Hawkeyes næðu skoti í lok framlengingar.

Það helsta úr leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -