spot_img
HomeFréttirMyndband: Það helsta frá öðru tímabili Jóns Axels hjá Davidson

Myndband: Það helsta frá öðru tímabili Jóns Axels hjá Davidson

 

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson kláraði sitt annað tímabil í vetur hjá Davidson háskólanum í Bandaríkjunum. Mætti segja að Jón hafi bætt sig á öllum sviðum tölfræðinnar miðað við fyrsta árið. Þar sem hann skoraði 13 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Þá var hann með yfir 40% nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna, en hann tók að meðaltali um 5 slík skot í leik.

 

Fór hann með Davidson alla leið í fyrstu umferð NCAA mótsins, þar sem að liðið laut í lægra haldi gegn Kentucky Wildcats eftir hetjulega baráttu þar sem að Jón setti meðal annars eina sex þrista. Hér fyrir neðan má sjá það helsta frá þessu öðru tímabili Jóns með Davidson.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -