Það er óhætt að segja að það hafi verið naglbítur sem var að ljúka í Valencia þegar Real Madrid mættu í heimsókn. Valencia voru meira og minna allan leikinn í bílstjórasætinu gegn nýkrýndum Bikarmeisturum Real. Loka sekúndur leiksins voru svakalegar en Sergio Llull reyndist banabiti þeirra Valencia á loka kaflanum. Llull jafnaði í 92:92 þegar um 4 sekúndur voru til loka leiks. Valencia fóru hinsvegar yfir og skoruðu þegar 1.3 sekúndur voru eftir og stuðningsmenn fögnuðu líkt og um sigurkörfu hafi verið að ræða. En umræddur Sergio Llull hinsvegar var fljótur að hugsa fékk boltann strax úr innkastinu og lét vaða frá eigin vallarhelming og skoraði sigurkörfu leiksins sem hægt er að sjá hér að neðan. Undirritaður líkt og heyra má trúði varla því sem hann varð vitni af.



