spot_img
HomeFréttirMyndband: Sjáðu fögnuð Hauka í Síkinu!

Myndband: Sjáðu fögnuð Hauka í Síkinu!

Myndbandsupptöku þurfti fyrir dómara leiksins í Síkinu í kvöld til að skera úr um úrslit fjórðu viðureignar Tindastóls og Hauka í Domino´s-deild karla í kvöld. Helgi Freyr Margeirsson stórskotamaður í liði Tindastóls gerði þriggja stiga körfu í lokin sem síðan var dæmd af þar sem Helgi hafði ekki náð að sleppa boltanum áður en leiktíminn rann út. Á meðan dómarar leiksins virtu fyrir sér niðurstöðuna héldu bæði lið í sér andanum sem og stuðningsmenn liðanna en það voru Haukar sem fögnuðu að lokum vel og innilega eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. 

 

Mynd úr safni/ Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -