spot_img
HomeFréttirMyndband: Paul George aftur inn á völlinn

Myndband: Paul George aftur inn á völlinn

Indiana Pacers leikmaðurinn Paul George snéri aftur til leiks með liðinu á sunnudaginn var þegar liðið tók á móti Miami Heat í Indiana. George hefur verið frá leik alveg síðan sl. sumar þegar hann fótbrotnaði illa í æfingaleik með bandaríska landsliðinu.

 

 

George virtist klár í slaginn því hann setti 13 stig á 15 mínútum, skaut 5/12 utan af velli og þar af 3/6 í þristum. Þar að auki tók hann 2 fráköst, gaf 2 stoðsendingar og stal 2 boltum. George leikur nú í treyju númer 13 en hann skipti úr 24 fyrir þessa leiktíð.

 

Gríðarlega mikilvægt fyrir Pacers að fá George aftur því liðið berst nú um sæti í úrslitakeppninni við Miami og Boston.

 

 

Mynd:  ESPN.com

Fréttir
- Auglýsing -