spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaMyndband: Nacho og Nico smakka súra hrútspunga, svið og kæstan hákarl

Myndband: Nacho og Nico smakka súra hrútspunga, svið og kæstan hákarl

Þorrablót Njarðvíkur var haldið nú um helgina í Ljónagryfjunni þar sem bæjarbúar komu saman og áttu góða stund yfir íslenskum mat og drykk. Líkt og svo mörg önnur lið í Subway deildunum eru á mála hjá Njarðvík einhverjir erlendir atvinnumenn sem lítið sem ekkert vita um matarsiði og venjur á Íslandi.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Njarðvík setti saman af þeim spænska Nacho Martin og hinum argentínska Nico Richotti, þar sem þeir eru fengnir til þess að rýna í íslenskan þorramat, nánar tiltekið svið, súara hrútspunga og hákarl.

Fréttir
- Auglýsing -