spot_img
HomeFréttirMyndband: Kostas fékk höfðinglegar móttökur við heimkomuna til Grikklands

Myndband: Kostas fékk höfðinglegar móttökur við heimkomuna til Grikklands

Kostas Antentokoumpo varð á dögunum NBA meistari með liði sínu Los Angeles Lakers eftir 4-2 sigur á Miami Heat í úrsliteinvíginu. Er hann einn þriggja bræðra sem spila í NBA deildinni, en bræður hans Thanasis og Giannis leika með liði Milwaukee Bucks, sem bæði vann deildarkeppni deildarinnar, sem og var Giannis valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar annað árið í röð.

Þá eiga þeir tvo aðra bræður, Alex sem leikur með Murcia í spænsku ACB deildinni og Francis, sem síðast var með Aittitos Spaton í heimalandinu Grikklandi.

Kostas tókst með sigrinum að vera fyrsti bróðirinn til þess að vinna titilinn eftirsótta og líkt og sjá má hér fyrir neðan var honum vel fagnað af bróður sínum, verðmætasta leikmanni deildarinnar, Giannis, við heimkomuna til Grikklands.

Fréttir
- Auglýsing -