spot_img
HomeFréttirMyndband: Hilmar Smári með flautukörfu í anda Harden

Myndband: Hilmar Smári með flautukörfu í anda Harden

Þessa stundina leikur Ísland gegn Tékklandi í átta liða úrslitum B-deildar evrópumótsins. Staðan í hálfleik er jöfn og hefur leikurinn verið í algjörum járnum.

Hilmar Smári Henningsson hefur verið frábær í fyrri hálfleik og setti magnaða flautukörfu í lok fyrsta leikhluta. Þar tekur hann step back skref í anda James Harden leikmanns Houston Rockets.

Fiba deildi myndbandi af körfunni og líkti hreyfingunni við James Harden og Luka Doncic. Hilmar Smári er tilnefndur sem leikmaður mótsins og má finna kosninguna hér.

Fréttir
- Auglýsing -