spot_img
HomeFréttirMyndband: Helstu tilþrif Martins á tímabilinu

Myndband: Helstu tilþrif Martins á tímabilinu

Martin Hermannsson sem leikur með Charleville Méziéres hefur heldur betur slegið í gegn í frönsku Pro-B deildinni. Á dögunum var hann valinn í úrvalslið fyrri hluta tímabilsins eftir frammistöðu sína með liðinu. Martin samdi við Charleville síðasta sumar en BeBasket.com gerir ekki ráð fyrir því að hann verði lengi í deildinni miðað við frammistöðu hans á vellinum. 

 

Martin er með 17,9 stig, 4,2 fráköst og 6 stoðsendingar á 33 mínútum að meðaltali í vetur en Charleville er í þriðja sæti deildarinnar þessa dagana. Næsta sumar mun hann leika með íslenska landsliðinu á Eurobasket 2017 og því gleðitíðindi að Martin sé að standa sig vel með félagsliðinu.

 

Martin mun leika með liði sínu í kvöld í 20. umferð deildarinnar. Þá mætir Charleville liði Rouen en Haukur Helgi leikur einmitt með því liði og því um sannkallaðann íslendingaslag að ræða. 

 

Tímabili í Frakklandi er rétt hálfnað og hefur því verið útbúið myndband með helstu tilþrifum Martins á tímabilinu. Það má finna hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -