Í nýlegri könnun (sem var allt annað en vísindaleg) kom í ljós að líkast til kunna flestir við orðið „PressuPési“ í viðleitni íslenskrar tungu til að þýða orðið „Clutch-Player.“ Haukur Helgi Pálsson setti tvö víti í gærkvöldi í anda sannkallaðra PressuPésa þegar hann kom Njarðvík í 75-79 í oddaviðureign Stjörnunnar og Njarðvíkur. Þetta reyndust síðustu stig leiksins. Þrjár sekúndur lifðu leiks þegar Haukur smellti niður vítunum.



