spot_img
HomeFréttirMyndband: Glatt á hjalla í Grafarvogi þegar nýju körfunni var fagnað

Myndband: Glatt á hjalla í Grafarvogi þegar nýju körfunni var fagnað

 
Ekki dugði minna en grillveisla þegar ungmenni í Grafarvogi fögnuðu endurkomu körfunnar sinnar sem á dögunum var fjarlægð vegna hávaðakvörtunar. Mótmælt var aðgerðunum svo eftir var tekið og í gærkvöldi fögnuðu mótmælendur nýju körfunni með grillveislu þar sem góða gesti bar að garði. Karl West Karlsson lét sig ekki vanta og birtum við eftir hann myndasafn og myndband frá gærkvöldinu.
Slegið var upp í pulsuátskeppni þar sem Björgvin Hafþór Ríkharðsson bar sigur úr býtum. Þá var Haukur Helgi Pálsson mættur til landsins en Haukur leikur með Maryland háskólanum í Bandaríkjunum og vakti verðskuldaða athygli nærstaddra en forsprakkar mótmælanna eru liðsfélagar Hauks og saman var þessi hópur Fjölnis nánast ósigrandi upp alla yngri flokkana.
 
Ægir Þór Steinarsson hvatamaður mótmælanna stóð vaktina við grillið og gerði það með sóma og að sjálfsögðu var farið í ,,stinger“ á nýju körfunni þar sem Steinar Davíðsson, formaður KKD Fjölnis og faðir Ægis, sýndi snilldartakta og gríðarlega færni í sniðskotum.
 
 
Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -