spot_img
HomeFréttirMyndband frá Bakken bears fyrir úrslitaeinvígið

Myndband frá Bakken bears fyrir úrslitaeinvígið

19:19

{mosimage}

Úrslitakeppnin í Danmörku er í fullum gangi og í gærkvöldi kom í ljós hvaða lið leika til úrslita. Bakken bears sló Hørsholm 79ers út 4-0 en einvígi Svendborg og BK Amager fór í 7 leiki og fór svo að Svendborg sigraði örugglega í sjöunda leik eftir marga dramatíska leiki.

Úrslitaeinvígi Bakken og Svendborg hefst á fimmtudag í NRGI Arena í Árósum. Bakken menn hafa verið duglegir við að búa til skemmtileg myndbönd til að peppa fólk upp fyrir leikina. Nú er komið nýtt frá þeim sem sýnir hvernig þeir ætla að taka á Fjónbúunum. Það skal tekið fram að lið Svendborg gengur einnig undir nafninu Rabbits, svo fólk skilji myndbandið betur.

Myndbandið má sjá hér.

[email protected]

Mynd: www.basketligaen.dk

 

Fréttir
- Auglýsing -