spot_img
HomeFréttirMyndband: Fagnaðarlætin eftir sigurinn á Svíþjóð

Myndband: Fagnaðarlætin eftir sigurinn á Svíþjóð

Íslenska U20 landsliðið í körfubolta hefur tryggt sæti sitt í átta liða úrslitum A-deildar evrópumótsins. Það gerði liðið með mögnuðum sigri á Svíþjóð í sextán liða úrslitum mótsins. 

 

Ísland byrjaði leikinn mjög illa en eins og áður kom liðið til baka og náði 38-8 áhlaupi fyrir hálfleikinn. Liðið bætti svo í muninn í seinni hálfleik sem má helst þakka stórkostlegum varnarleik íslenska liðsins. 

 

Andstæðingar Íslands í átta liða úrslitum verða Ísrael eða Ítalía en sá leikur fer fram síðar í dag. Ísland lék við bæði liðin í undirbúningi fyrir þetta aðalmót. 

 

Eins og gefur að skilja fagnaði landsliðið gríðarlega eftir leik og má finna myndband af fögnuði liðsins úr klefanum hér að neðan:

 

Fréttir
- Auglýsing -