spot_img
HomeFréttirMyndband: Besti körfuboltaleikur allra tíma var aldrei sýndur

Myndband: Besti körfuboltaleikur allra tíma var aldrei sýndur

 Árið er 1992 og Draumaliðið hið eina sanna er í Monte Carlo að æfa sig fyrir komandi ólympíuleika.  Flestir sem þekkja til eru sammála um að þarna var eitt allra sterkasta lið sögunar sett saman….ásamt Christian Laettner.  Á æfingu tala þeir Magic Johnson og Michael Jordan um að fram hafi farið einn stórkostlegasti leikur allra tíma þegar þeir tveir völdu sér lið og spiluðu til sigurs.  Meiri keppnismenn var vart hægt að finna á þessum tíma og hvorugur var tilbúin að tapa. 
 
Í myndbrotinu hér að neðan má sjá hvernig leikurinn fór og sú fleyga setning eftir leik kom frá nýjum konung þegar hann labbaði inní klefa og sagði við mennina sem höfðu ráðið yfir áttunda áratugnum, Magic Johnson og Larry Bird “There is a new Sherriff in town” og þar með var krúnan komin á höfuð Michael Jordan og eins og þeir segja vestra….”Rest is history”
 
 
Fréttir
- Auglýsing -