spot_img
HomeFréttirMyndband af því er lögreglan réðst á leikmann Milwaukee Bucks vegna stöðubrots

Myndband af því er lögreglan réðst á leikmann Milwaukee Bucks vegna stöðubrots

Leikmenn Milwaukee Bucks voru þeir fyrstu til þess að mótmæla kerfislægu misrétti vegna litarhátts í Bndaríkjunum með því að mæta ekki til fimmta leiks félagsins gegn Orlando Magic í fyrstu umferð úrslitakeppni deildarinnar fyrr í kvöld.

Einn leikmanna liðsins, bakvörðurinn Sterling Brown kynntist slæmum aðferðum lögreglunnar þann 26. janúar árið 2018. Þá ætlaði lögreglan að sekta hann fyrir að leggja ólöglega, en atvikið endar á því að fjórar lögreglubifreiðar eru komnar á svæðið og ráðist er á Brown að ósekju og hann skotinn með rafmagnsbyssu þar sem hann liggur í jörðinni.

Mál Sterling gegn lögreglunni og aðferðum hennar hefur verið í vinnslu síðan snemma árið 2018. Var honum boðin sátt upp á rúmar 55 miljónir sem hann hafnaði þann 27. nóvember á síðasta ári, en hann skrifaði grein nú í sumar á Players Tribune sem bar yfirskriftina “Peningar ykkar þagga ekki í mér”.

Atvikið í heild má sjá hér fyrir neðan:

Hér má sjá Brown lesa tilkynningu leikmanna Bucks er þeir yfirgáfu höllina sem leikur þeirra gegn Orlando Magic átti að fara fram í í kvöld:

Fréttir
- Auglýsing -