Fyrir um þremur árum var Arnór Sveinsson Keflvíkingur hlaupandi um íþróttahúsið í Keflavík á Nettómótinu með öllum hinum krökkunum. Með Mix í annari og Tópas í hinni að fylgjast með atriðum kvöldvökurnar. Í kvöld var stráksi orðinn atriði á kvöldvökunni fyrir hina krakkana…takið eftir aðeins þremur árum seinna. Arnór Sveinsson er 15 ára körfuknattleiksmaður úr Keflavík og hefur samkvæmt heimildum Karfan.is verið að troða knettinum síðan hann var aðeins tólf ára! Sjón er sögu ríkari og í myndbandinu hér að neðan má sjá guttann setja nokkrar hressilegar niður.



