spot_img
HomeFréttirMyndasöfn: Fimm Íslandsmeistaratitlar á fimm árum hjá KR

Myndasöfn: Fimm Íslandsmeistaratitlar á fimm árum hjá KR

Það var rafmagnað andrúmsloft í DHL höllinni í kvöld þegar að Íslandsmeistarar KR gátu tryggt sér fimmta titilinn á jafnmörgum árum. Andstæðingarnir voru ekki af verri endanum, Tindastóll frá Sauðárkróki sem þurftu að vinna til þess að tryggja sér oddaleik fyrir norðan.

 

Það er skemmst frá því að segja að eftir sterka byrjun Tindastólsmanna sem komust í 0-7 þá voru KR einfaldlega sterkari í allt kvöld. Voru með á bilinu 10-15 stiga forystu allan leikinn sem þeir létu aldrei af hendi.

 

KR landaði að lokum sætum sigri 89-73 og íslandsmeistaratitillinn staðreynd í fimmta sinn í röð. Ótrúlegt afrek hjá Finni Frey Stefánssyni og hans mönnum.

 

Ljósmyndarar Karfan.is létu sig ekki vanta á þessa sögulegu stund og má sjá glæsileg myndasöfn þeirra hér að neðan:

 

Myndasafn #1 (Bára Dröfn)

 

Myndasafn #2 (Davíð Eldur)

Fréttir
- Auglýsing -