Karfan.is leit við á viðureign Vals og Stjörnunnar í drengjaflokki síðastliðinn þriðjudag þar sem heimamenn í Val höfðu öruggan 74-58 sigur.
Bæði Stjarnan og Valur leika í A-riðli í drengjaflokki þar sem Stjarnan vermir botnsætið með 2 sigra og 11 tapleiki en Valur er í 6. sæti með 5 sigra og 10 tapleiki.



