Valsmenn unnu sinn annan sigur í röð í 1. deild karla um helgina þegar liðið skellti Leikni örugglega 71-105. Eftir sigurinn eru Valsmenn í 5. sæti deildarinnar með 4 stig en Leiknismenn í því sjöunda með 2 stig ásamt Breiðablik, Hetti og Laugdælum.
Calvin Wooten var stigahæstur í liði Vals með 21 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta en hjá Leikni var Darrell Lewis með 21 stig og 13 fráköst.



