spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

Myndasafn: Úrslit kvöldsins í Lengjubikarnum

 
Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjubikar kvenna þar sem Snæfell, Valur og Haukar unnu góða sigra. Tomasz Kolodziejski leit við í Garðabæ með myndavélina þar sem Haukar rúlluðu upp Garðbæingum 56-80.
Við tökum fram að ofangreind úrslit í leik Stjörnunnar og Hauka eru ekki staðfest en Haukar unnu leikinn engu að síður. Hér má sjá myndasafnið eftir Tomasz.
 
Þá mættust Fjölnir og Snæfell í Grafarvogi þar sem Hólmarar unnu 69-75 og Valskonur tóku á móti Hamri í Vodafonehöllinni og höfðu betur 86-71. Fimm leikmenn Vals gerðu 12 stig eða meira í leiknum og atkvæðamest þeirra var Unnur Lára Ásgeirsdóttir með 15 stig og 8 fráköst. Hjá Hamri var Hannah Tuomi með 22 stig og 15 fráköst. Myndasafn úr leiknum eftir Torfa Magnússon
 
 
Mynd/ Karl West Karlsson: Frá viðureign Fjölnis og Snæfells í Grafarvogi í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -