Höttur frá Egilsstöðum var ekki mikil fyrirstaða þegar liðið heimsótti Þór í Þorlákshöfn. Lokatölur reyndust 96-55 Þórsurum í vil sem nú eftir fjóra deildarleiki er eina ósigraða lið 1. deildar. Hjalti Valur Þorsteinsson var stigahæstur hjá Þór með 24 stig en hjá Hetti var Viðar Örn Hafsteinsson með 14 stig og 11 fráköst.
Ljósmynd/ Davíð Þór: Hjalti Valur Þorsteinsson setti 24 stig á Hattarmenn.



