Útlitið hjá KR konum er bjart um þessar mundir og eftir auðveldan 20 stiga sigur á Val í Iceland Express deild kvenna í gær er fátt sem virðist stöðva KR-inga. KR skipti út Reyana Colson sem var með framlagshæstu leikmönnum deildarinnar og virtust ekki fá síðri sendingu í leikstjórnandanum Ericu Prosser sem small vel inn í liðið í gær.



