Breiðablik og Tindastóll mættust í 32 liða úrslitum í gær í Poweradebikarkeppni karla. Stólarnir höfðu öruggan sigur í leiknum 49-78 þar sem nýjasti liðsmaður Stólanna Sean Kingsley Cunningham gerði 11 stig og var með 5 stoðsendingar á 22 mínútum.
Friðrik Hreinsson var stigahæstur hjá Stólunum með 16 stig en í tapliði Blika var Steinar Arason stigahæstur með 12 stig.



