FSu og Snæfell settu stigamet í Iceland Express deild karla þessa leiktíðina þegar lokatölur í viðureign liðanna voru 115-133 Snæfell í vil er liðin mættust í Iðu í gærkvöldi. Skemmtilegt met og ljóst að margir voru í stuði enda 248 stig skoruð í leiknum sem fór ekki í framlengingu. Þó síðri meðmæli fyrir varnarleik liðanna.
Þá kom FSu einnig við sögu í næststigahæsta leik tímabilsins þegar Selfyssingar lágu 136-96 gegn Keflavík í Toyota-Höllinni og samanlögð stigatala því 232 stig.
Tomasz Kolodziejski var mættur í Iðu í gærkvöldi og er hægt að nálgast myndir hans frá leiknum í myndasafni hér á Karfan.is



