spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Síðasta æfing Íslands fyrir Eurobasket

Myndasafn: Síðasta æfing Íslands fyrir Eurobasket

Íslenska landsliðið var á sinni síðustu æfingu á Íslandi fyrir Eurobasket en liðið ferðast til Helsinki í fyrramálið. Á æfingunni var lokahópur Íslands formlega kynntur en hann er sá sami og ferðaðist til Litháen og Rússlands.

 

Fjölmiðlamenn og ljósmyndarar voru á æfingunni og ræddu við landsliðsmenn en viðtöl við leikmenn og þjálfara birtast á Karfan.is með deginum. 

 

Bára Dröfn ljósmyndari Karfan.is var á staðnum og náði góðum myndum af liðinu. Góður andi var í hópnum en það var nokkur eftirvænting í hópnum fyrir ferðalagið á Eurobasket. 

 

Þann 31. ágúst klukkan 13:30 á íslenskum tíma stígur Ísland á völlinn gegn sterku liði Grikklands. Það verður fyrsti leikur Íslands af fimm leikjum á átta dögum.

 

Myndasafn Báru má finna hér.

Fréttir
- Auglýsing -