spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Samkaupsmótið í fullum gangi

Myndasafn: Samkaupsmótið í fullum gangi

13:42 

{mosimage}

Hið árlega Samkaupsmót í körfuknattleik hófst í Reykjanesbæ í morgun og er talið að allt að 1000 iðkendur taki þátt í mótinu. Keppni fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík, Sláturhúsinu að Sunnubraut, íþróttasal Heiðarskóla og í íþróttasal Íþróttaakademíunnar. Samkaupsmótið er haldið á vegum unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur.

 

Krakkarnir sýndu glæsilegt tilþrif í morgun enda verður nóg um að vera hjá þeim í dag og á morgun. Fyrirhugaðar eru bíósýningar í dag, kvöldverður og svo hápunkturinn eða kvöldvakan.

 

Á morgun, sunnudag, heldur mótið áfram og lýkur því með flatbökuveislu og verðlaunaafhendingu.

 

Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast á vefsíðum Keflavíkur og Njarðvíkur á www.keflavik.is og www.umfn.is

 

www.vf.is

Fleiri myndir úr Samkaupsmótinu er einnig hægt að skoða á www.vf.is/ljosmyndir

Fréttir
- Auglýsing -