spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Öruggt hjá Keflavík og Haukar lögðu Njarðvíkinga

Myndasafn: Öruggt hjá Keflavík og Haukar lögðu Njarðvíkinga

 
Tveir leikir fóru fram í Reykjanesmóti karla í kvöld. Keflvíkingar tóku Breiðablik í kennslustund og Haukar lögðu Njarðvík að Ásvöllum í jöfnum og spennandi leik. Jarryd Cole gerði 37 stig fyrir Keflvíkinga í 101-61 sigri gegn Blikum sem nú hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa á Reykjanesmótinu með miklum mun.
Haukar reyndust sterkari á lokasprettinum er þeir lögðu Njarðvíkinga 78-70. Njarðvíkingar leiddu 42-45 í hálfleik og staðan var 54-58 Njarðvíkingum í vil fyrir fjórða og síðasta leikhluta þegar Haukar rönkuðu við sér.
 
Jovonni Shuler gerði 27 stig í liði Hauka og Mike Ringgold bætti við 26 stigum og þá var Haukur Óskarsson með 8 stig. Hjá Njarðvíkingum var Travis Holmes með 25 stig og Elvar Friðriksson gerði 15 stig og næstur í röðinni var Rúnar Ingi Erlingsson með 13 stig.
 
Stjarnan, Haukar og Keflavík eru því á toppnum öll með 2 stig en Grindavík er eina liðið á mótinu sem á enn eftir að spila leik og úr því verður bætt annað kvöld þegar gulir mæta í Ásgarð og leika gegn Stjörnunni kl. 19:15.
 
 
Staðan í Reykjanesmótinu
 
1. Stjarnan – 2 stig
2. Haukar – 2 stig
3. Keflavík – 2 stig
3. Njarðvík – 0 stig
5. Grindavík – 0 stig
6. Breiðablik – 0 stig
 
Mynd/ [email protected] – Sævar Haraldsson gerði 2 stig og gaf 7 stoðsendingar í Haukaliðinu í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -