Torfi Magnússon var mættur með myndavélina í Vodafonehöllina í kvöld þegar Valskonur tóku á móti Njarðvík í Domino´s deild kvenna. Njarðvíkingar höfðu sigur í leiknum 63-69.
Lele Hardy splæsti í enn eina tröllatvennuna í liði Njarðvíkur með 32 stig og 22 fráköst! Hún var einnig með 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Jaleesa Butler var með 17 stig, 12 fráköst og 3 varin skot í liði Vals.
Þrátt fyrir sigurinn eru Njarðvíkingar enn í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Valur í 4. sæti með 24 stig.



