Karfan.is leit við á skotæfingu hjá MBC í morgun en Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar taka á eftir á móti Brose Baskets í þýsku Bundesligunni. Það var góður gír á liðsmönnum MBC í morgun ekki laust við að töluverð spenna sé farin að gera vart um sig hér í Weissenfells í Þýskalandi þar sem ríkjandi meistarar eru væntanlegir í heimsókn.



