spot_img
HomeFréttirMyndasafn: KR upp í 2. sætið með öruggum sigri á Val

Myndasafn: KR upp í 2. sætið með öruggum sigri á Val

Reykjavíkurliðin KR og Valur mættust í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í kvöld þar sem ríkjandi Íslandsmeistarar KR höfðu öruggan sigur á grönnum sínum, 72-105. Með sigrinum komst KR upp í 2. sæti deildarinnar með 26 stig eins og Stjarnan og Þór Þorlákshöfn.
Sjö leikmenn KR gerðu 10 stig eða meira í leiknum en þrír voru jafnir með 14 stig, þeir Robert Lavon Ferguson, Emil Þór Jóhannsson og Hreggviður Magnússon. Hjá Valsmönnum var Benedikt Blöndal með 14 stig og Birgir Björn Pétursson bætti við 13 stigum og tók 11 fráköst.
 
 
 
Staðan í deildinni
Nr. Lið U/T Stig
1. Grindavík 17/3 34
2. KR 13/7 26
3. Stjarnan 13/7 26
4. Þór Þorlákshöfn 13/7 26
5. Keflavík 12/8 24
6. Snæfell 11/9 22
7. Tindastóll 10/10 20
8. Njarðvík 9/11 18
9. ÍR 8/12 16
10. Fjölnir 8/12 16
11. Haukar 6/14 12
12. Valur 0/20 0
  
Fréttir
- Auglýsing -