Keflvíkingar jöfnuðu í gærkvöldi einvígið gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Stemmning og lætin í Toyota-höllinni gáfu aðeins góð fyrirheit fyrir það sem koma skal í oddaleiknum á fimmtudag. Ætli það sé ekki ráð að fylgjast með forsölunni hjá KR?
Tomasz Kolodziejski lét sig ekki vanta og má sjá fjölda glæsilegra mynda eftir hann úr fjórðu viðureign liðanna með því að smella hér.