Í gærkvöld fór fram kvöldvaka Hópbílamóts Fjölnis og var margt um skemmtiatriði og leikir fyrir krakkana, sigurvegari í skutlukeppni þjálfara var Tómas Daði og fékk hann í verðlaun veglega nammikörfu frá Nóa-Sirius, kynnir og skemmtikraftur var enginn annar en Raggi Torfa, snillingur með meiru, kvöldið endaði svo uppi í Rimaskóla þar sem krakkarnir fengu nýbakaðar skúffukökur og mjólk með fyrir svefninn.
Þeir sem tóku þátt í troðslukeppni voru, Semaj Inge frá Haukum , Ben Stywall frá Fjölni Tómas Tómasson frá Fjölni og gormurinn Óli frá Grindavík
Umfjöllun Karl West



