Í gær fór fram viðureign Fjölnis og Hauka í Grafarvoginum í Iceland Express deild kvenna og má segja að Haukar mættu með hefndarhug fyrir tap á síðasta leik liðana. Haukar byrjuðu mun betur og spiluðu hraðann og ákafann bolta sem gaf þeim mörg galopin skot sem þær settu niður hvað eftir annað.
Fjölnisstúlkur skildu varnaleik sinn eftir heima í gær og fengu það í bakið á sér illa og lentu fljótt 15 stigum undir og var það munurinn allan leikinn. Fjölnir náði aldrei að brúa bilið þar á milli, Haukar svöruðu alltaf strax með góðu boltaflæði og opnum skotum sem gáfust og unnu verðskuldaðann sigur í gær, 71-92.
Ljóst er að Fjölnir þarf að girða í brók fyrir næsta leik í deildinni sem er á móti KR í DHL og Haukar fá Valskonur í heimsókn.
Heildarskor:
Fjölnir-Haukar 71-92 (15-24, 19-24, 14-25, 23-19)
Fjölnir: Brittney Jones 31/5 stolnir, Katina Mandylaris 14/13 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 9/6 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2, Birna Eiríksdóttir 2, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 0, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 0, Sigrún Gabríela Jóhannsdóttir 0, Margrét Loftsdóttir 0, Margrét Helga Hagbarðsdóttir 0.
Haukar: Jence Ann Rhoads 22/6 fráköst/6 stoðsendingar, Hope Elam 21/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 19, Guðrún Ósk Ámundardóttir 10/7 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Íris Sverrisdóttir 4, Ína Salóme Sturludóttir 4, Gunnhildur Gunnarsdóttir 4, Sara Pálmadóttir 2, María Lind Sigurðardóttir 2, Kristín Fjóla Reynisdóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0.