spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Haukakonur Bikarmeistarar 2010 (Nr. 1)

Myndasafn: Haukakonur Bikarmeistarar 2010 (Nr. 1)

Tomasz Kolodziejski lét sig ekki vanta í Laugardalshöll í dag þegar Íslandsmeistarar Hauka lönduðu Subwaybikarmeistaratitlinum eftir 83-77 spennusigur gegn Keflavík.
Heather Ezell landaði myndarlegri þrennu í leiknum fyrir Hauka með 25 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar. Þá var María Lind Sigurðardóttir útnefndur besti maður leiksins með 20 stig og 9 fráköst en hún setti niður 9 af 12 teigskotum sínum á þeim tæpu 24 mínútum sem hún lék í leiknum.
 
Hjá silfurliði Keflavíkur var Birna Valgarðsdóttir stigahæst með 22 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -