spot_img
HomeFréttirMyndasafn: Hattarsigur í Borgarnesi

Myndasafn: Hattarsigur í Borgarnesi

 
Skallagrímur tók á móti Hetti í Borgarnesi í gærkvöldi í 1. deild karla þar sem Hattarmenn nældu sér í tvö góð útistig með 91-103 sigri á heimamönnum. Davíð Ragnarsson var atkvæðamestur í liði Hattar með 29 stig en hjá Skallagrím setti Hafþór Gunnarsson 33 stig.
Með sigrinum klifraði Höttur upp í 6. sæti deildarinnar og hafa nú 12 stig en eins og kom í ljós í síðustu umferð þá er þegar vitað hvaða lið munu skipa úrslitakeppnina. Þar sem Skallagrímur tapaði höfðu þeir einnig sætaskipt þar sem Þór vann í Vodafonehöllinni. Skallagrímur fór niður í 5. sætið og Þór upp í 4. sætið. Skallagrímur með 20 stig og Þór Þorlákshöfn með 22 stig.
 
Eins og fyrr greinir var Davíð Ragnarsson með 29 stig í liði Hattar, næstur kom Akeem Clark með 22 stig og Miolcz Kvajewski var með 18. Hjá Skallagrím gerði Hafþór 33 stig, Konrad Tota með 25 og Silver Laku 22.
 
Fréttir
- Auglýsing -