Ógurlega löngum ferðadegi fer að ljúka í Finnlandi þar sem fjögur unglingalandslið og fylgdarlið mun leika á norðurlandamóti landsliða U16 og U18 næstu daga. Liðin hófu för um miðja síðustu nótt og gekk ferðalagið vel.
Öll lið fengu æfingu seinni part dags í dag. Nokkurt ryð var í hópnum af eðlilegum ástæðum enda margir sofið lítið sem ekkert síðasta sólarhring. Framundan er hörkukeppni, öll lið leika fimm leiki á fimm dögum og keyrslan mikil.
Á morgun verða andstæðingar Íslands Finnland sem halda einmitt mótið hér í Kisakallio. Öll lið ganga nokkuð blint í sjóinn en allir leikir Íslands eru fyrri part dags og í beinni útsendingu á Youtube.
Karfan.is mun fylgjast grant með mótinu og flytja fréttir, umfjallanir, myndir og viðtöl héðan.
Ljósmyndari var á æfingum Íslands í dag og má finna nokkrar myndir frá deginum hér að neðan.
Myndasafn (Ólafur Þór Jónsson)