Kári Jónsson fyrirliði U20 landsliðsins meiddist illa á ökkla í leik liðsins gegn Tyrklandi í gær. Kári lennti illa á ökklanum og var ljóst strax að hann fann fyrir miklum sársauka. Ákveðið var að mynda ökklan strax en sjúkralið Íslands og mótsins óttuðust að hann væri brotinn..
Það kom í ljós að svo var ekki en Kári mun líklega ekki taka þátt meira í þessu evrópumóti. Eftir leik aðstoðuðu leikmenn Tyrklands íslenska liðinu að bera Kára um Krít eða í rútu liðsins frá höllinni þar sem leikið er. Kári gat ekkert stigið í fótinn og brugðu tyrkir á það ráð að aðstoða leikmanninn.
FIBA birti mynd af þessu á Instagram síðu sinni í morgun og má sjá hana hér að neðan. Ísland mætir Svartfjallalandi kl 11:30 að íslenskum tíma í lokaleik riðlakeppninnar í dag.