spot_img
HomeFréttirMynd: Kristófer Acox æfir með Val

Mynd: Kristófer Acox æfir með Val

Nú á dögunum tilkynnti framherjinn Kristófer Acox, að hann myndi ekki leika með uppeldisfélagi sínu í KR á komandi tímabili. Alls var þá óvíst með í hvaða lið hann færi, en Karfan hafði nokkuð áður birt grein þess efnis að Valur hefði verið í sambandi við hann.

Samkvæmt færslu Davíðs Guðrúnrsonar á Twitter fyrr í dag, hefur eitthvað verið að marka grein Körfunnar, því í henni er mynd af Kristófer á æfingu með Val í Origo Höllinni.

Kristófer hefur í tvígng verið valinn besti leikmður Dominos deildrinnar á síðustu þremur tímabilum, en lið hans hefur í öll skiptin unnið Íslandsmeistaratitilinn.

Fréttir
- Auglýsing -