spot_img
HomeFréttirMun reyna mikið á Palla eins og síðustu ár

Mun reyna mikið á Palla eins og síðustu ár

Helgi Jónas Guðfinnsson nýráðinn þjálfari Grindavíkur segir að mikið muni mæða á Páli Axeli Vilbergssyni á næstu leiktíð, rétt eins og hin síðustu ár. Karfan.is náði tali af nýja þjálfaranum en það verða töluverðar breytingar á Grindavíkurhópnum fyrir næstu leiktíð og sterkir leikmenn hverfa frá.
,,Já, það verða nokkrar breytingar hjá okkur. Arnar Freyr Jónsson er farinn, Brenton væntalega hættur og Guðlaugur Eyjólfsson ekki alveg ákveðinn með framhaldið en hann ætlar að taka ákvörðun í haust,” sagði Helgi en baráttujaxlinn Þorleifur Ólafsson er enn að glíma við sömu meiðsli. ,,Ég vona að hann verður búinn að ná sér þegar við byrjum undirbúningstímabilið,” sagði Helgi um Þorleif sem á lokaspretti síðasta tímabils gat lítið beitt sér sökum meiðslanna.
 
,,Ólafur Ólafs á eftir að koma sterkur inn í vetur og hann á eftir að fá stærra hlutverk þar sem við höfum misst Arnar og Brenton. Það mun reyna mikið á Palla eins og síðustu ár. Liðið er þegar byrjað að æfa en ég smalaði hópnum saman í byrjun maí og þá var sett upp lyftingarkerfi fyrir sumarið og eru þeir að lyfta 3-4x í viku,” sagði Helgi sem er einkaþjálfari og því hæg heimatökin hjá honum við að koma gulum í form.
 
Ljósmynd/ Sem fyrr mun mæða mikið á Páli Axel í Röstinni

[email protected]

 
Fréttir
- Auglýsing -