spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMun koma með nýja nálgun og ferskar hugmyndir inn í starfið okkar

Mun koma með nýja nálgun og ferskar hugmyndir inn í starfið okkar

KR hefur ráðið Jere Anttila sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla fyrir komandi leiktíð í Bónus deild karla.

Áður hafði verið tilkynnt að Jere verði einnig þjálfari liðs KR í fyrstu deildinni, KV.

Líkt og tekið er fram í tilkynningu er Jere frá Finnlandi og er reynslumikill þjálfari. Sl. 10 tímabil var Jere aðstoðarþjálfari Salon Vilpas í efstu deild karla í Finnlandi (Korisliiga) og á sama tíma yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Salon Vilpas urðu meistarar í Finnlandi árið 2021 og í öðru sæti árið 2022.

Jere í tilkynningu ,,Ég er mjög spenntur yfir því að ganga til liðs við KR. Ég talaði við nokkra vini mína sem hafa spilað hér á Íslandi og þeir höfðu mjög góða hluti að segja um félagið. Í þessar tvær vikur sem ég hef verið hérna þá hafa allir verið mjög vinalegir og góðir við mig, allir hafa tekið mér opnum örmum hér í KR. Ég finn að þetta er rétti staðurinn fyrir mig og ég held að ég geti hjálpað félaginu og leikmönnunum að eiga gott tímabil. Áfram KR!”

Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari meistaraflokks karla sagði ,,Það er mjög jákvætt og gott skref fyrir okkur í KR að fá Jere til liðs við okkur. Hann hefur góða reynslu úr efstu deild í Finnlandi sem aðstoðarþjálfari og sem aðalþjálfari í yngri flokkum. Jere mun koma með nýja nálgun og ferskar hugmyndir inn í starfið okkar og hlakka ég til að vinna með honum.”

Mynd / Gunnar Sverrisson

Fréttir
- Auglýsing -