Jón Guðmundsson, einn besti körfuknattleiksdómari Íslands, stóð í ströngu á sunnudaginn. Hann var einn þriggja dómara sem dæmdu oddaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í úrslitum á Íslandsmóti karla en fyrr um daginn var hann rekinn úr húsi sem þjálfari 10. flokks stúlkna hjá Keflavík.
„Mér var bara vísað úr húsi sem þjálfara,” sagði Jón þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið í gær. Jón þjálfar 10. flokk kvenna hjá Keflavík sem mætti Haukum í úrslitum á Íslandsmótinu. Í öðrum leikhluta mótmæli Jón því að dæmt var sóknarbrot á leikmann í sínu liði.
„Ég mótmælti mjög dónalega í leiknum og verðskuldaði tæknivillu,” segir Jón. Hann hélt áfram að mótmæla dómnum, uppskar aðra tæknivillu og var reglum samkvæmt vikið úr húsi.
Kolbeinn Tumi Daðason íþróttafréttamaður hjá Fréttablaðinu og Vísir.is ræddi við Jón um málið en greinina má nálgast í heild sinni hér.