spot_img
HomeFréttirMr. „Number four“ byrjar vel

Mr. „Number four“ byrjar vel

Grindvíkingar voru ekki í vandræðum með hálf andlausa Stjörnumenn í Röstinni í kvöld. Grindvíkingar tefldu fram nýjum kana þeim fjórða í röðinni á þessu tímabili en kappinn sáheitir Lewis Clinch Jr. eða „number four“ eins og gárungarnir kalla hann í Grindavíkinni, það verður að segjast að kappinn lítur ágætlega út.
 
 
Stjörnumenn byrjuðu leikinn þokkalega en liðin skiptust á lélegum sóknum og skotum og var engu líkara en um fyrsta leik að hausti væri að ræða en sem betur fer fyrir áhorfendur fór eitt og eitt skot niður hjá báðum liðum. Staðan eftir fyrsta fjórðung 17 – 12 fyrir heimamenn. „Number four“ var þegar þarna var komið sá er mest hafði glatt fólkið í stúkunni, Grindvíkingana þó sennilega meira en Stjörnufólkið.
 
Annar fjórðungur var ekki ólíkur þeim fyrsta, en samt þó betri jafn kjánalega og það hljómar. Grindvíkingar voru alltaf skrefinu á undan en Stjörnumenn gerðu sig aldrei líklega til þess að lúta í parketið. Staðan í hálfleik 45 – 37 fyrir Grindjána.
 
Hálfleikurinn fór vel fram í alla staði og var ýmislegt sem gladdi augu og eyru einhverra.
 
Í seinni hálfleik hitnaði töluvert í einhverjum kolum, Grindvíkingar náðu mest 16 stiga forskoti í þriðja en eins og hendi væri veifað gerðu Stjörnumenn leifturárás og negldu forustuna niður í 9 stig og fór þá um fólk í Röstinni, nema áðurnefnt Stjörnufólk sem virtist bara kunna ljómandi vel við þessa áðurnefndu leifturárás.
 
En viti menn og konur, heimamenn svöruðu þessari leiftursókn með sinni útgáfu af leifturárás og um það leiti sem vind fór að lægja í Grindavík var forskotið komið upp í 24 stig og heimamenn í alveg hreint ljómandi góður skapi. Staðan eftir 3 hluta 69 – 52.
 
Þótt Stjörnumenn hafi náð forskotinu niður í 13 stig í byrjun 4 hluta var leikurinn einhvernveginn búinn þá þegar, Grindvíkingar náðu mest 24 stiga aftur og leikurinn fjaraði út á sama tíma og það flæddi að í Grindavíkurhöfn.
 
Sprækastur í liði gestanna sem geta mun betur en þeir sýndu í kvöld var Dagur Kár en driffjaðrir Stjörnunnar geta og þurfa að gera betur en gert var í kvöld.
 
Í liði heimanna er maður sem stal í raun senunni af aðalmanni frumsýningarinnar en sá maður heitir Ómar Sævarsson. Hann gjörsamlega fór hamförum í einu og öllu, endaði með 17 stig og fullt af öðru sem skiptir máli en baráttan og ruglið í kringum hann smitar inní liðið. Maðurinn sem frumsýningin átti að snúast um komst vel frá sínu, jafnvel bara verulega vel frá sínu og ljóst er að komi fimmti kaninn í lið Grindavíkinga á þessu tímabili þá hefur eitthvað alvarlegt komið fyrir. Afar spennandi leikmaður hér á ferð.
 
Athygli vakti að fyrir leik var hinn „tanaði“ skeleggi og sjóaði íþróttarafréttaritari RÚV, Adolf Ingi tók viðtöl við þjálfara og leikmenn á „íslensku“ við mikla kátínu, hugsanlega fyrir utan kanana.
 
 
Höfundar. B og B og G
 
  
Fréttir
- Auglýsing -