spot_img
HomeFréttirMoye semur við Tuebingen

Moye semur við Tuebingen

{mosimage}

 

Körfuknattleiksmaðurinn AJ Moye sem lék með Keflvíkingum á síðustu leiktíð hefur gert tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarliðið Walter Tigers Tuebingen.    

Moye var vafalaust einn besti leikmaðurinn í Iceland Express deildinni á síðustu leiktíð og tók oft Keflvíkurliðið upp á herðar sér og dreif þá áfram þegar syrti í álinn. Á síðustu leiktíð gerði AJ 28,9 stig að meðaltali í leik, tók 10,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltali í leik.

 

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, sagði í samtali við Víkurfréttir að Moye væri duglegasti leikmaður sem hann hefði hitt á sínum ferli. „Það hefur enginn æft eins vel og hann sem ég hef þjálfað, hann hafði ekkert sérstaka hæfileika, var hvorki stór né góð skytta en hann æfði meira en allir aðrir og það hefur skilað sér vel. Yngri leikmenn ættu að taka hann sér til fyrirmyndar,“ sagði Sigurður.

Keflvíkingar huga nú að því að finna staðgengil fyrir Moye en Sigurður sagði að það væri rólegt yfir þeim málum í augnablikinu. „Við erum með augun opin og aðeins farnir að spá í þetta. Það sem við leitum eftir í erlendum leikmanni er fyrst og fremst að hann sé góður liðsmaður,“ sagði Sigurður.

 

AJ Moye verður vafalaust sárt saknað í íslensku deildinni enda var hann þekktur fyrir ódrepandi baráttu og skemmtileg tilþrif inni á vellinum.

 

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -