spot_img
HomeFréttirMoskva tók bronsið

Moskva tók bronsið

Bronsleik Euroleague lauk áðan þar sem CSKA Moskva og Fenerbache Ulker áttust við. Rússarnir hirtu bronsið að þessu sinni með 86-80 sigri.

 

Nando De Colo var stigahæstur í sigurliði Moskvu með 17 stig og 2 stoðsendingar og þá bætti Demetris Nichols við 14 stigum og 5 fráköstum. Hjá Fenerbache var Andrew Goudelock stigahæstur með 24 stig. 

Núna eftir um það bil fimmtán mínútur hefst úrslitaviðureign Real Madrid og Olympiacos.

Hér er svo upphitun fyrir úrslitaleikinn:

Mynd/ Euroleague.net – Andrei Kirilenko gerði 5 stig fyrir CSKA Moskvu í leiknum og tók 6 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -